fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Fréttir

Sonur Bandaríkjaforseta játar sig sekan

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 16:01

Hunter Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri frétt CNN segir frá því að Hunter Biden, sonur Joe Biden forseta Bandaríkjanna, muni játa sig sekan um brot á skattalögum samkvæmt samkomulagi við alríkissaksóknara og hafi einnig gert annað samkomulag vegna kæru um brot á vopnalögum. Þetta kemur fram í skjölum sem dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lagt fyrir alríkisdómstól í Delaware-ríki.

Vopnalagaákæran er til komin vegna þess að þáverandi kærasta Biden henti skotvopni sem skráð var á hann í ruslagám í Wilmington í Delaware árið 2018. Hann hefur  viðurkennt að glíma við eiturlyfjafíkn og samkvæmt bandarískum alríkislögum er fíklum bannað að eiga skotvopn og töldu saksóknarar mögulegt að Biden hefði logið þegar hann keypti vopnið sem endaði í ruslagáminum

Mun ráðuneytið samkvæmt samkomulaginu, vegna brota á skattalögum, við Hunter Biden mæla með því við dómara að hann hljóti skilorðsbundinn dóm fyrir að greiða ekki skatta á réttum tíma vegna tekna á árunum 2017 og 2018.

CNN telur víst að þetta mál muni hafa áhrif á kosningabaráttuna vegna forsetakosninganna á næsta ári. Repúblikanar hafa þegar gagnrýnt stjórn Biden og dómsmálaráðuneytið fyrir samkomulagið í ljósi ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, vegna meintrar glæpsamlegrar meðferðar á leyniskjölum sem varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

Hunter Biden var um tíma til rannsóknar hjá dómsmálaráðuneytinu vegna ásakana um m.a. peningaþvætti og að hafa stundað ólöglega hagsmunagæslu fyrir erlenda aðila. Lögmaður hans segir að samkomulagið feli í sér að nú muni langvarandi rannsókn ráðuneytisins á hendur Hunter Biden ljúka. Skjólstæðingur hans vilji axla ábyrgð vegna slæmra ákvarðanna sem hann tók í glímu sinni við fíknisjúkdóm.

Í yfirlýsingu Joe Biden, forseta Bandaríkjanna og föður Hunter, og eiginkonu hans, forsetafrúarinnar og stjúpmóður Hunter, Jill Biden segir að þau elski son sinn og styðji hann við að byggja upp nýtt líf. Þau muni ekki tjá sig frekar um málið.

Donald Trump gagnrýnir samkomulagið harðlega og segir spillt dómsmálaráðuneyti Joe Biden hafa veitt Hunter allt of væga refsingu, í raun ígildi stöðumælasektar. Bandaríkst réttarkerfi virkaði ekki.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“

Dóttir Musk tætir í sig heimsþekktan ævisöguritara hans – „Það er andskotans brandari“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“

Lögregla kölluð til eftir skírn í Hallgrímskirkju – „Ég er mjög hrædd því ég veit ekki hvað hann gerir næst“
Fréttir
Í gær

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu

Sóley segir orðatiltækið „svolítið OCD“ grafa undan skilningi á þráhyggju og áráttu
Fréttir
Í gær

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir

Sparaði 12 milljónir á tveimur árum en íbúðin hafði á sama tíma hækkað um 18 milljónir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun

Þingfesting í stóra fíkniefnamálinu – Nístandi kvíði sakborninga sem óttast afhjúpun og smánun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina

Kom starfsmanni Keflavíkurflugvallar í opna skjöldu – Sjáðu myndina