fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fréttir

Auður fær verk í hjartað eftir hverja einustu heimsókn á hjúkrunarheimilið

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. júní 2023 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auður Axelsdóttir, framkvæmdastjóri Hugarafls, heimsækir föður sinn reglulega á hjúkrunarheimili og eftir hverja heimsókn fær hún verk í hjartað. Samt er starfsfólkið á heimilinu vel meinandi og það er ekki undirmönnun. Ástæðan, að mati Auðar, er ákveðið viðhorf þar sem ekki eru uppfylltar þarfir íbúa fyrir tjáningu og samskipti.

Þetta kemur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Auður skrifar:

„Ég sé vel mein­andi starfs­fólk hlúa að grunnþörf­um heim­il­is­fólks og al­veg ör­ugg­lega á sinn besta máta. Ég sakna þess hins veg­ar að áhersla sé lögð á að tala við heim­il­is­fólk, ræða um dag­inn og veg­inn, mynda tengsl. Sýna heim­il­is­fólki áhuga og örva þau. Maður er manns gam­an og tengsl eru lífs­nauðsyn­leg. Þegar við fæðumst byrj­um við á því að leita tengsla um leið og við höf­um náð and­an­um. Þau eru okk­ur jafnnauðsyn­leg alla æv­ina og það að draga and­ann. Við þróum okk­ur sem mann­eskj­ur í gegn­um tengsl. Af hverju í ósköp­un­um ætt­um við ekki að hafa þörf fyr­ir þau á loka­skeiði lífs okk­ar? Ég sakna þess líka að ekki sé lögð áhersla á hreyf­ingu. Það er hægt henda blöðru á milli til dæm­is, mjög létt og gam­an um leið og eiga upp­lífg­andi sam­tal um leið. Rifja upp gamla daga, gleðjast.“

Hún segir ennfremur:

„Nálg­un­in sem er notuð á um­ræddu hjúkr­un­ar­heim­ili er ekki vegna mann­eklu. Það er nálg­un­in sjálf sem er vanda­málið. Ég hef unnið við aðhlynn­ingu sjálf og ég veit að um­hyggja, sam­tal, áhugi á lífs­sög­unni, örvun, eru þætt­ir sem skipta öllu máli. Og marg­ir aðrir þætt­ir sem byggj­ast á sam­skipt­um, kær­leika og virðingu fyr­ir því að hver ein­asta mann­eskja þarna inni skipt­ir máli og á sér sér­staka lífs­sögu. Þess­ir þætt­ir eru ekki síður mik­il­væg­ir en mat­ur og grunnaðhlynn­ing. Þess­ir þætt­ir eru í raun mik­il­væg­ari en mat­ur­inn.“

Hún segist sjálf ekki vilja enda á svona stað. Eitthvað sé mjög rangt við hvernig hjúkrunarheimili fyrir aldraða hafa verið byggð upp. Breyta þurfi nálguninni og leggja aukna áherslu á tjáskipti og samskipti við gamla fólkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi

Glerhálka og skortur á hálkuvörnum orsakaði dauða hjóna á Grindavíkurvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni

Segir íslenskt sendiráð hafa valdið sér tjóni