Andrew Tate og bróðir hans Tristan Tate hafa verið formlega kærðir í Rúmeníu fyrir ýmsa glæpi, meðal annars nauðgun og mansal, ásamt tveimur rúmenskum konum, Luana Radu og Georgiana Naghel. Er fólkið ákært fyrir að hafa með skipulögðum hætti, frá árinu 2021, freistað þess að misnota konur í Rúmeníu, sem og Bandaríkjunum og Bretlandi, og selja þær í mansal.
Hafa bræðurnir verið sakaður um að táldraga konur með loforðum um ástarsambönd og jafnvel giftingu en ætlunin hafi verið að misnota þær.
Andrew, sem hefur verið kallaður „hættulegasti maður internetsins“ vegna umdeildra skoðanna sinna sem hann deilir með ungum karlkyns fylgjendum sínum, er kærður fyrir að nauðga einni konu og Tristan fyrir að hvetja aðra til ofbeldis.
Sjá einnig: Hver er Andrew Tate? Sagður vera hættulegasti maðurinn á Internetinu
Fjórmenningarnir sátu í gæsluvarðhaldi í rúma þrjá mánuði, frá 29. desember til 31. mars, en þá úrskurðaði dómstóll í Búkarest þá í stofufangelsi þar sem þeir hafa mátt dúsa síðan.
Einhver bið verður á því að réttarhöldin yfir fjólkinu hefjist en búist er við að málareksturinn geti tekið nokkur ár.