Arsenal hefur lagt fram tilboð í Jurrien Timber, varnarmann Ajax.
The Athletic segir frá þessu.
Timber er 22 ára gamall miðvörður sem getur einnig leikið sem hægri bakvörður.
Hollendingurinn kom upp í gegnum unglingastarf Ajax og var algjör lykilmaður á síðustu leiktíð.
Fyrsta tilboð Arsenal hljóðaði upp á 30 milljónir punda. Ajax vill hins vegar nær 50 milljónum punda.
Það er bjartsýni á að félögin geti samið um að mætast einhvers staðar nálægt miðjunni.
Timber á tvö ár eftir af samningi sínum við Ajax.