fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Aðstoðarmaður ráðherra bregst við baktjaldahneykslinu hjá borginni – Eykur ekki traust á útblásið stjórnkerfið

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. júní 2023 21:59

Steinar Ingi Kolbeins er einn af mörgum sem er allt annað en sáttur við það sem fyrir augu bar á fundinum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinar Ingi Kolbeins, íbúi í Reykjavík og aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, spyr í aðsendri grein á Vísi nú í kvöld hvort að  ítarleg lýðræðisstefna borgarinnar og hinir ýmsu samráðsvettvangar hennar sé einfaldlega upp á punt og hvort að svo kunni að vera að launaðir embættismenn borgarinnar mæti á fundi, jafnvel með beina línu til yfirmanna sinna, og þeim sé ætlað að knýja fram ákveðna niðurstöðu í málum, jafnvel að „kæfa“ þau?

Tilefni skrifa Steinars Inga er frétt DV fyrr í dag um tæknileg mistök borgarstarfsmanna sem áttu sér stað á fundi íbúaráðs Laugardals. Eiríkur Búi Halldórsson, verkefnastjóri verkefnisins Hverfið mitt hjá Reykjavíkurborg og meðlimur í starfshóp um lýðræðisþátttöku og samráð við borgarbúa, gáði þar ekki að sér og varpaði tölvuskjám sínum á Youtube-síðu borgarinnar þar sem sjá mátti samskipti hans við Guðnýju Báru Jónsdóttur, verkefnastjóri hjá Lýðræðis- og mannréttindastofu Reykjavíkurborgar.

„Ég kæfði þetta“

Þar ræddu embættismennirnir hvernig ætti að takmarka áhrif íbúaráðsmeðlima og hvað þeir hefðu til málanna að leggja og hvernig væri hægt að hafa áhrif á framgang mála sem þar voru rædd.

„Ég kæfði þetta“, „Já vertu bara harður við þau. Enginn formaður né varaformaður þú ræður“ og „alltaf gott að þegja og gera ekki neitt“ eru meðal skilaboðannna sem fóru fram þeirra á milli og er ljóst að margir eru agndofa yfir framkomu starfsmannanna.

Einn af þeim er áðurnefndur Steinar Ingi sem bendir sem segist efast um lýðræðisást ráðandi afla í borginni og það nái aðeins til veigalítilla verkefna.

Hverfið mitt er gott dæmi um pólitíska snilli ráðandi afla í borginni. Það hefur nú um árabil verið smjörklípuverkefni sem hefur að mati margra tekist að dreifa athygli borgarbúa frá grunnþjónustunni, sem víðast hvar er í molum, og að hinum ýmsu „krútt“verkefnum í nærumhverfi íbúa. Með verkefninu gefst þeim tækifæri á að velja á milli ærslabelgja fyrir börnin og gangbrauta yfir umferðargötur, svo dæmi sé tekið,“ skrifar Steinar Ingi.

Samráð skorti um mikilvægari mál

Þegar komi að stærri og mikilvægari málum væri hins vegar áberandi skortur á samráði.

„Nýlegt dæmi er fyrirhuguð byggð og eyðilegging strandlengjunnar í Skerjafirði. Það má einnig nefna eldri dæmi á borð við sameiningar skóla í Grafarvogi 2020 og þrengingu byggðar við Bústaðaveg 2021, þar sem fyrirhuguðum byggingum var í senn ætlað að vera íbúðarhúsnæði og umferðarmön, eins furðulegt og það kann að hljóma,“ skrifar aðstoðarmaðurinn.

Hann segir að að útsvarsgreiðendur hljóti að velta því fyrir sér  hvort fjármunum þeirra sé vel varið í alla þessa samráðsvettvanga – íbúaráð og nefndir – ef borgarbúar greiða á sama tíma einum eða jafnvel tveimur embættismönnum fyrir það að hafa bein áhrif á niðurstöður slíks samráðs. Þá segir hann að fróðlegt væri  að kanna heildarkostnað við umsýslu þessara íbúaráða.

„Eitt er víst. Þetta mál er ekki til þess fallið að auka traust íbúa á útblásnu stjórnkerfi borgarinnar. Ég treysti því að þetta mál verði tekið fyrir í borgarstjórn og kannað verði hvort kerfið handstýri í raun samráðinu og íbúa”lýðræðinu” með jafn hörðum höndum og raunin var á þessum fundi,“ skrifar Steinar Ingi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Assad er kominn til Moskvu og heldur dapurri spegilmynd fyrir framan Pútín

Assad er kominn til Moskvu og heldur dapurri spegilmynd fyrir framan Pútín