Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 árs landsliðs Íslands, var að vonum ánægður með sigur gegn Ungverjum í vináttulandsleik ytra í kvöld.
Liðin mættust í Búdapest og vann Ísland með einu marki gegn engu. Markið gerði Danijel Dejan Djuric í blálokin.
„Ég er mjög ánægður. Það er alltaf gott að vinna, það er góð tilfinning,“ sagði Davíð eftir leik kvöldsins.
„Frammistöðulega séð var þetta gott. Það sem við erum búnir að vera að vinna í gekk vel í kvöld.“
Íslenska liðið hefur leik í undankeppni EM í september.
„Við erum á góðu róli með undirbúninginn fyrir EM. Föstu leikatriðin voru góð, einn og einn staðan var góð, samskiptin inni á vellinum voru góð og inn á milli vorum við mjög beinskeyttir. Náðum að halda vel í boltann.
Ég vil hrósa bæði starfsfólki og leikmönnum hvernig hefur tekist að binda þetta saman utan vallar. Það er ekki sjálfgefið að búa til góða liðsheild en það er eitthvað sem Ísland þarf að hafa.“
Viðtalið í heild er hér að neðan.
🎙Davíð Snorri ræddi við okkur eftir sigurinn á Ungverjalandi pic.twitter.com/fFh7M4Hdij
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) June 19, 2023