Cristiano Ronaldo er mættur til Íslands ásamt portúgalska landsliðinu og æfði hann á Laugardalsvelli í dag.
Ísland tekur á móti Portúgal annað kvöld í undankeppni EM 2024. Það er nokkuð ljóst að þetta verður ansi krefjandi leikur fyrir Age Hareide og Strákana okkar. Liðið er með bakið upp við vegg eftir tap gegn Slóvakíu hér á landi um helgina.
Hér að neðan má sjá Ronaldo æfa í Laugardalnum í dag.
Leikurinn hefst svo klukkan 18:45 annað kvöld.