Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, segir að Strákarnir okkar komi ekki með aðrar áherslur inn í leikinn gegn Portúgal annað kvöld í ljósi tapsins gegn Slóvakíu um helgina.
Liðin mætast í undankeppni EM 2024 á laugardag en staða íslenska liðsins í riðlinum er fremur þung eftir tap gegn Slóvakíu á laugardag.
„Pressan er alltaf til staðar. Auðvitað vantar okkur stig núna og það gerir það erfiðara. En við verðum að mæta í leikinn eins og alltaf. Við leitum að veikleikum í mjög góðu liði,“ segir Hareide á blaðamannafundi Íslands fyrir leikinn.
Norðmaðurinn bendir á að þetta sé fínn tími til að mæta Cristiano Ronaldo og félgöum, enda hafi landsleikir á Laugardalsvelli í júní oft reynst Íslandi vel.
„Ísland hefur unnið margar sterkar þjóðir hér í júní og við undirbúum okkur eins og alltaf. Við förum út og notum þennan leik til að standa okkur vel og ef við gerum þar eigum við möguleika.“