Age Hareide og íslenska karlalandsliðið vonast til að stöðva Cristiano Ronaldo í 200. landsleik hans fyrir Portúgal annað kvöld.
Eftirvæntingin er mikil fyrir leiknum og ekki síst vegna tímamóta Ronaldo.
„Það vilja allir skemma það partí fyrir honum en þetta er ótrúlegt afrek, að haldast á toppnum svona lengi,“ sagði Hareide á blaðamannafundi Íslands í dag.
„Ég man eftir honum hjá Manchester United þegar ég heimsótti Ole Gunnar Solskjær þangað. Það eru örugglega 25 ár síðan svo það er ótrúlegt hvað hann hefur spilað lengi.“
Ronaldo verður ekki tekinn neinum vettlingatökum í Laugardalnum.
„Við fögnum honum eftir leik en verðum að reyna að stöðva hann á meðan leik stendur,“ sagði Hareide.