Liverpool hefur haft áhuga á að kaupa Ryan Gravenberch miðjumann FC Bayern. Forseti Bayern lofar því að hann spili meira.
Gravenberch er 21 árs gamall en hann fékk afar fá tækifæri á sínu fyrsta tímabili með Bayern.
Liverpool er að reyna að styrkja miðsvæði sitt og fékk Jurgen Klopp hinn öfluga Alexis Mac Allister á dögunum.
„Hann er virkilega hæfileikaríkur, þess vegna keyptum við hann,“ segir Herbert Hainer forseti FC Bayern.
„Hann spilaði meira undir lok tímabilsins og ég get lofað því að hann spilar meira í framtíðinni.“
Gravenberch er eitt þeirra nafna sem er á lista Liverpool en Bayern ætlar að reyna að halda í hann.