David de Gea markvörður Manchester United verður að öllum líkindum ekki áfram í herbúðum félagsins. Manchester Evening News segir frá.
Í staðarblaðinu segir að forráðamenn United hafi tekið ákvörðun um að finna kost sem verður aðalmarkvörður liðsins á næstu leiktíð.
Andre Onana markvörður Inter er mest orðaður við félagið þessa dagana en hann er til sölu.
Samningur De Gea rennur út eftir nokkra daga og er nú hreinlega talið ólíklegt að hann skrifi undir nýjan samning.
De Gea er með svakalegt tilboð frá Sádí Arabíu en í dag þénar hann 375 þúsund pund á viku hjá Manchester United.