Bretaprinsinn Lúðvík stal senunni enn og aftur með krúttlegum hætti um helgina. Afi hans, Karl bretakonungur, fagnaði afmæli sínu með formlegum hætti í fyrsta sinn eftir að hann tók við embætti (þó karlinn eigi afmæli 14. nóvember).
Konungsfjölskyldan kom fram á svölum Buckinghamhallar og veifaði til mannfjöldans og horfði á skrúðgöngu og flugsveit fljúga yfir höllina. Lúðvík, sem er fimm ára og sá fjórði í erfingaröð krúnunnar á eftir föður sínum og tveimur eldri systkinum, heilsaði að hermannasið, gaf hnefana út í loftið, brosti og geiflaði sig. Móðir hans, Katrín hertogaynja, horfði á yngsta afkvæmið með stolti og gleði yfir tilþrifum hans, lagaði á honum hárlubbann með ástúðlegum hætti og ítrekaði við hann að snúa að mannfjöldanum.