Issa Diop varnarmaður Fulham hefur verið handtekinn í Frakklandi vegna ítrekaðra hótanna. Er Diop sakaður um að hafa hótað fyrrum unnustu sinni.
Þessi 26 ára gamli varnarmaður er i haldi lögreglunnar í Toulouse í Frakklandi.
Segir í fréttum að Diop hafi verið handtekinn á hóteli í Toulouse eftir kvöldmat í gærkvöldi.
Diop er sakaður um að hafa hótað fyrrum unnustu sinni lífláti í nokkur skipti og situr nú á bak við lás og slá.
Diop gekk í raðir Fulham fyrir ári síðan frá West Ham en hann hefur spilað fyrir öll yngri landslið Frakklands.