Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Í frétt upp úr þættinum á 433.is í morgun var Hjálmar með sögu af því hvernig hann missti hárið.
„Ég var alltaf framherji. Svo missi ég hárið, fæ hærri kollvik. Svo raka ég mig 95′ á Hróarskeldu. Ég var einn af þeim fyrstu í þessu, Bubbi var ekki búinn að þessu. Ég hef aldrei upplifað aðra eins kvenhylli, það varð allt vitlaust. Þarna var ég aðalkallinn,“ sagði Hjálmar meðal annars.
Bubbi með KO á mig á mánudagsmorgni! https://t.co/Yc24WXno9v pic.twitter.com/tzaCL6Qh6K
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) June 19, 2023
Einn besti tónlistarmaður í sögu þjóðarinnar Bubbi Morthens varð var við þessa frétt og sendi Hjálmari skilaboð nú í morgunsárið.
„Sæll, stundum verður maður að leiðrétta bullið, skallinn er heilagur,“ skrifar Bubbi nú í morgunsárið í skilaboðum til Hjálmars.
„Nóttin langa er plata með íslenska tónlistarmanninum Bubba Morthens sem kom út 15 nóvember 1989. Ég rakaði mig 1989. Takk fyrir.“