fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Fréttir

Á vettvangi morðsins í Hafnarfirði – Meðleigjandi grunaður um verknaðinn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 19. júní 2023 09:45

Frá Drangahrauni. Mynd: Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirheyrslur yfir manni sem grunaður er um að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana á laugardagsmorguninn hafa gengið vel. Í samtali við DV vildi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ekki upplýsa um hvort maðurinn hafi játað verknaðinn, en hann segir að yfirheyrslurnar hafi gefið góða mynd af atburðarásinni.

„Ég vil ekki fara út í hvað kemur fram í yfirheyrslum en yfirheyrslur hafa gengið vel en þær fór mest fram á laugardaginn. Eftir helgina teljum við að við séum komin með nokkuð góða mynd af atburðarásinni.“

Bæði hinn látni og hinn grunaði eru Pólverjar, hinn látni var um fertugt og hinn grunaði nokkuð á fimmtudagsaldri. Talið er að hinn látni hafi látist af stungusárum. Tveir menn voru upphafilega handteknir vegna málsins á laugardag en annar mannanna hefur verið látinn laus. Aðspurður hvort hann væri ekki lengur grunaður um aðild að málinu segir Grímur: „Við viljum ekki útiloka neitt en við teljum núna að hans aðild sé engin, þ.e. á þessum tímapunkti er hann ekki talinn tengjast málinu.“

Manndrápið átti sér stað í götunni Drangahraun í Hafnarfirði. Um er að ræða iðnaðarhverfi en mennirnir leigðu herbergi í húsi við hliðina á verkstæði. Starfsmaður í húsinu, sem DV hafði samband við, varð ekkert var við atburðinn enda utan vinnutíma. Hann sagðist ekkert þekkja til mannanna sem leigja í húsinu.

„Í þessu húsi sem um ræðir þá urðu engir varir við hvað gekk á, en það eru ekki margir sem búa í þessu húsi,“ segir Grímur í samtali við DV.

Varðandi það hvernig lögreglan fékk vitneskju um atburðinn þá segir Grímur að vinur hins grunaða hafi hringt í lögreglu. Ekki er þar um að ræða manninn sem var handtekinn ásamt hinum grunaða á laugardag. Það virðist liggja fyrir að hinn grunaði hafi játað verknaðinn við þennan vin sinn en Grímur vildi þó ekki staðfesta það. „Ég vil ekki fara mikið út í þetta en það var vinur sem hringdi,“ segir Grímur.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú