Besti markvörður í heimi, Thibaut Courtois mætti ekki á æfingu hjá landsliði Belgíu í gær og er sagður brjálaður.
Kevin de Bruyne fyrirliði landsliðsins var fjarverandi gegn Austurríki á föstudag og hafði markvörðurinn búist við því að vera fyrirliði.
Romelu Lukaku var hins vegar fyrirliði Belga í leiknum, ákvörðun sem fór illa í markvörðinn.
Courtois skrópaði á æfingu í gær en í Belgíu er sagt frá því að hann hafi átt að bera fyrirliðabandið gegn Eistlandi á morgun.
Nú er hins vegar óvíst hvort Courtois verði með en hinn 31 árs gamli markvörður hefur ekki boðið koma sínu aftur til æfinga.
Courtois var heiðraður fyrir leik á föstudag vegna þess að hann hefur nú spilað 100 landsleiki fyrir Belgíu.