Mikil eftirvænting er á meðal Íslendinga að sjá Cristiano Ronaldo og samherja hans í Portúgal mæta Íslandi í undankeppni Evrópumótsins.
Lið Portúgal kemur til landsins í dag og æfir á Laugardalsveli síðdegis í dag.
Ef Ronaldo kemur við í sögu í leiknum á morgun verður það 200 landsleikur hans fyrir Portúgal sem er ótrúlegt afrek.
Ronaldo og félagar eru með 9 stig í riðlinum eftir þrjá leiki en Slóvakía situr í öðru sæti með sjö stig.
Íslenska landsliðið situr svo í fimmta sæti riðilsins aðeins með þrjú stig.