Kyle Walker varnarmaður Manchester City er á barmi þess að yfirgefa félagið og ganga í raðir FC Bayern.
Sky í Þýskalandi segir að Thomas Tuchel hafi tekist að sannfæra Walker um að koma til Þýskalands.
Walker er 33 ára gamall og hefur átt frábær ár hjá City, samningur hans við félagið rennur út eftir ár.
Umboðsmaður Walker hefur átt í viðræðum við Bayern undanfarna daga og er það sagt langt komið.
Þýska félagið þarf nú að semja um kaupverðið við City áður en Walker getur fært sig yfir til Þýskalands.