Verst er staðan í Donetsk Oblast og varð hún til þess að starfsmenn vatnsveitunnar í Maríupól boðuðu til verkfalls á föstudaginn að sögn Kyiv Independent. Þeir eru ósáttir við að hafa ekki fengið greidd laun í tvo mánuði.
Verð á eldsneyti og mikilvægustu nauðsynjavörum hefur hækkað um minnst 20% undanfarið ár.
Maríupól hefur verið á valdi Rússa síðan í maí á síðasta ári.