Sævar Atli Magnússon hefur skrifað undir nýjan samning við danska félagið Lyngby.
Þetta kemur fram í tilkynningu Lyngby í kvöld en Sævar er nú staddur í verkefni með íslenska landsliðinu.
Um er að ræða 23 ára gamlan framherja sem hefur leikið með Lyngby undanfarin tvö ár.
Fyrir það lék Sævar með Leikni hér heima en hann spilaði hlutverk í að bjarga liðinu frá falli úr efstu deild á síðustu leiktíð.
Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en með liðinu leika einnig Kolbeinn Birgir Finnsson og Alfreð Finnbogason.