Alphonso Davies, leikmaður Bayern Munchen, er ekki sáttur með eigið hlutvkerk hjá félaginu.
Davies gekk í raðir Bayern fyrir fjórum árum síðan en hann var á þeim tíma vængmaður frekar en bakvörður.
Davies hefur leyst stöðu bakvarðar hjá Bayern eftir komuna en leikur mun framar á vellinum með kanadíska landsliðinu.
Hann viðurkennir að það sé ekki undir honum komið og vill sjálfur fá að spila á vængnum frekar en í vörninni.
,,Ég var fenginn til félagsins til að taka við af Arjen Robben og þegar David Alaba meiddist þá var ég notaður sem bakvörður,“ sagði Davies.
,,Nú eru þrjú eða fjögur ár síðan og ég er fastur þarna,“ bætti Davies við og segir einnig að hann sé að bíða eftir tækifærinu að spila framar á vellinum.