Það eru allar líkur á því að Lionel Messi muni spila sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum þann 20. júlí næstkomandi.
Messi gekk í raðir Inter Miami frá Paris Saint-Germain nýlega en hefur enn ekki spilað leik fyrir félagið.
Útlit er fyrir að Messi muni spila sinn fyrsta leik í Bandaríkjunum í næsta mánuði og þá gegn Arsenal.
Um er að ræða leik á milli stjörnuliðs MLS og Arsenal en það síðarnefnda verður þá á fullu á sínu undirbúningstímabili.
Stjörnur MLS deildarinnar verða þar á velli en liðið verður einnig þjálfað af Wayne Rooney, fyrrum leikmanni Manchester United.