Fyrrum miðjumaðurinn Alberto Aquilani hefur verið ráðinn stjóri Pisa sem leikur í ítölsku B-deildinni.
Aquilani er nafn sem margir kannast við en hann var um tíma leikmaður Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Gianluca Di Marzio greinir frá en Aquilani er við það að skrifa undir tveggja ára samning við Pisa.
Þessi 38 ára gamli stjóri mun vinna með Íslending hjá Pisa en Hjörtur Hermannsson er á mála hjá félaginu.
Aquilani hefur litla sem enga reynslu af þjálfun en hann hefur aldrei áður verið aðalþjálfari.