fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Stjörnurnar öskruðu og hágrétu: Töldu að endirinn væri að nálgast – ,,Þú veist alltaf hversu alvarleg staðan er ef þú horfir á þeirra viðbrögð“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. júní 2023 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur tjáð sig um óhugnanlega reynslu sem hann og aðrir leikmenn Englands upplifðu eftir HM 2006 í Þýskalandi.

England var á heimleið eftir tap gegn Portúgal í 8-liða úrslitum en flugvélin lenti í gríðarlega slæmu veðri og var óttast að hún myndi hrapa.

Stórstjörnur voru innanborðs sem og fjölskyldur leikmannana en Ferdinand var um tíma búinn að sætta sig við eigin dauða.

Sem betur fer þá komst flugvélin á áfangastað í heilu lagi en um er að ræða augnablik sem enginn af þessum aðilum mun gleyma.

,,Það var nýbúið að slá okkur úr keppni í 8-liða úrslitum HM og við upplifðum versta flug sem þú getur ímyndað þér. Veðrið var skelfilegt og við héldum allir að við myndum hrapa til jarðar. Við hágrétum,“ sagði Ferdinand.

,,Ég sat við hlið Wayne Rooney og Steven Gerrard og þeirra eiginkonum og allir voru öskrandi. Þetta var ókyrrð á öðru stigi. Þetta var klikkun, farangurinn flaug út um allt og enginn vissi hvað væri í gangi.“

,,Ég hélt klárlega að þetta væri endirinn, sérstaklega þegar ég horfði á starsfólk vélarinnar. Þú veist alltaf hversu alvarleg staðan er ef þú horfir á þeirra viðbrögð. Ég vissi að við værum í miklum vanda.“

,,Ég er yfirleitt nokkuð rólegur en þegar ég horfði á þeirra viðbrögð þá varð ég eins hræddur og ég hef verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“

Staðfestir að hann hafi orðið fyrir rasisma – ,,Við höldum áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu

Náði að selja kynlífsmyndband af fyrrum kærasta sínum: Konan var með gervilim – Tókst ekki að koma í veg fyrir dreifingu
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
433Sport
Í gær

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum
433Sport
Í gær

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu

Útlit fyrir að hann verði óvænt áfram hjá félaginu
Sport
Í gær

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu

Strákarnir okkar í stuði – Fullkominn leikur gegn Kúbu