fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Age eftir tapið gegn Slóvakíu: ,,Ungir leikmenn sem þurfa að læra að spila landsleiki“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:06

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, ræddi við Viaplay í kvöld eftir leik við Slóvakíu í undankeppni EM.

Því miður varð tap raunin í kvöld en Slóvakía hafði betur 2-1 þrátt fyrir nokkuð góða frammistöðu Íslands í leiknum.

Útlitið er nokkuð svart í riðlinum en Ísland hefur tapað tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum og næst á dagskrá er Portúgal.

Age var svekktur en þó ánægður með frammistöðuna en hann veit að um ungan hóp er að ræða sem þarf að læra af svona leikjum.

,,Þetta var gríðarlega svekkjandi. Við gáfum þeim mörk á silfurfati en vorum óheppnir í því seinna. Hann fær boltann í hausinn og þaðan fer hann í netið. Við sköpuðum færi í fyrri hálfleik og í landsleikjum þá þarftu að taka þau tækifæri. Við gerðum vel með að koma til baka eftir fyrsta markið en við vorum þreyttir undir lokin og gátum ekki sett pressu á þá,“ sagði Age.

,,Við náðum ekki að nýta færin okkar. Þessir fjórir í framlínunni eru vanalega góðir í að skora mörk en við komum boltanum ekki í netið og þurfum að læra af því.“

,,Ég held að þetta hafi snúist um þreytu, við erum með leikmenn í liðinu sem spila ekki of mikið fyrir sín félagslið og við þurfum að leita í leikmenn sem spila meira reglulega. Þeir eru í öðru standi en leikmenn sem eru á bekknum. Við þurfum að læra af því en liðið sýndi góðan anda og sérstaklega í fyrri hálfleik.“

Willum Þór Willumsson lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland í kvöld og var Age ánægður með hans frammistöðu.

,,Willum stóð sig vel, Albert er góður framherji og skapaði mikil vandræði fyrir þá í vörninni. Ég er heilt yfir ánægður með frammistöðuna og hópinn, þetta eru ungir leikmenn sem þurfa að læra að spila landsleiki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“

Andri og Björn segja Aron flytja falsfréttir – „Ég borgaði mikið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester

Talið að Svíinn eftirsótti endi í Manchester
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“

„Það þýðir ekki að ræða Marcus núna“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Bjóða aftur í Trent
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns

Arteta viðurkennir að hann hafi áhyggjur af meiðslum lykilmanns
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra

Svaf hjá yfir 600 konum fyrir 25 ára aldurinn: Einn sá umdeildasti í sögunni – Vildi ekki vera í félagsskap samkynhneigðra
433Sport
Í gær

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum

Segir að deildin muni hjálpa Ronaldo að ná þúsund mörkum