fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Eftir allt fjaðrafokið snéri Albert aftur og segir: „Ég er alltaf klár í að leggja allt í sölurnar í þessari treyju“

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við fengum fullt af færum í fyrri hálfleik og hefðum getað klárað leikinn þar,“ sagði Albert Guðmundsson leikmaður íslenska landsliðsins eftir tap gegn Slóvakíu í kvöld.

Eftir árs fjarveru frá landsliðinu snéri Albert aftur á völlinn í kvöld í fyrsta leik Age Hareide.

Albert hafði ekki verið í hópnum í verkefnum á undan eftir að honum og Arnari Þór Viðarssyni lenti saman, Albert spilaði leikinn og fékk góð færi til þess að skora. „Þetta var stöngin út í dag,“ sagði Albert.

Hann segist alltaf klár í að berjast og leggja sig fram þegar hann fer í bláu treyjuna.

„Eins og alltaf heiður að spila fyrir landsliðið og ég er alltaf klár í að leggja allt í sölurnar þegar ég er í þessari treyju. Gaman að koma aftur.“

„Ég er svekktur að hafa ekki skorað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur