Slóvakía er komið yfir gegn Íslandi í undankeppni EM en staðan er nú 2-1 fyrir gestunum á Laugardalsvelli.
Markið var gríðarlega óheppilegt en það er skr´qað á Tomas Suslov.
Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði Íslands, reyndi að koma boltanum burt inan teigs en þrumaði í Suslov og þaðan fór knötturinn í netið.
Markið var skoðað í VAR vegna mögulegs brots í aðdragandanum en ekkert var dæmt.