Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 í kvöld og er komið í afar erfiða stöðu í undanriðlinum.
Slóvakar komust yfir með marki Juraj Kucka á 27. mínútu en Alfreð Finnbogason jafnaði fyrir Ísland af vítapunktinum í lok fyrri hálfleiks.
Tomas Suslov kom gestunum yfir á ný með marki þegar 20 mínútur lifðu leiks.
Ísland fékk fullt af færum í fyrri hálfleik og getur nagað sig í handarbökin.
Hér má sjá umræðuna á Twitter yfir leiknum.
Helvíti vont að vera ekki með Mikael Anderson og Arnór Sigurðsson. Þeirra sárt saknað í kvöld. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 17, 2023
Ég á ekki til orð yfir þennan viðbjóð. Hvernig gerist ÞETTA bara…
— Daníel (@danielmagg77) June 17, 2023
Veit Rúnar Alex ekki að það má fara af línunni og grípa krossa? #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) June 17, 2023
Það vantar svo innilega Gylfa Sig týpuna í lansliðið í dag. Það er það sem Lars og Heimir höfðu fram yfir aðra.
— Jón Kristjánsson (@nonnidk) June 17, 2023
Galið að taka Jón Dag útaf
— Nikola Djuric (@NikolaDejan) June 17, 2023
Jújú Ísland er að tapa þar sem hitt liðið skoraði tvö mörk úr svona 0.00001 xG 🥲
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 17, 2023
Verulega furðuleg skipting á Jóni Degi. Svo má setja spurningamerki við orkuna sem sett var í fyrsta hálftímann. Getum við spilað svona Rock and Roll fótbolta? Veit það ekki.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 17, 2023
Arteta hlýtur að setja Rúnar Alex í búrið ef hann sá þessa vörslu.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) June 17, 2023
Ókey, tveir Framarar komnir inná. Þá tökum við þetta.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) June 17, 2023
Guð minn góður.
— Hrafn Kristjánsson 🇺🇦 (@ravenk72) June 17, 2023
Skemmtilegur leikur, góðar pressugildrur á miðjunni en þegar þeir ná í gegn erum við opnir. Við erum að vinna xg bardagann góða. Nýta færin
— Einar Guðnason (@EinarGudna) June 17, 2023
Takk King 👑 pic.twitter.com/7jTlH8SuUr
— Egill Einarsson (@EgillGillz) June 17, 2023