Juraj Kucka gerði frábært mark fyrir lið Slóvakíu í kvöld gegn íslenska landsliðinu ðí undankeppni EM.
Kucka sá um að koma Slóvakíu í 1-0 en hann skoraði þá með stórkostlegu skoti rétt fyrir utan teig.
Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður Íslands, átti ekki möguleika enda skotið gríðarlega fast og við stöngina.
Staðan var ekki 1-0 lengi en Alfreð Finnbogason jafnaði metin 14 mínútum síðar fyrir Ísland.