Það er jafntefli í hálfleik í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM 2024.
Juraj Kucka kom gestunum yfir á 27. mínútu en Alfreð Finnbogason jafnaði metin af vítapunktinum seint í hálfleiknum.
Strákarnir okkar hafa vaðið í færum og gætu hafa skorað fleiri mörk.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter yfir fyrri hálfleiknum.
Finnbagazza❤️
— Jói Skúli (@joiskuli10) June 17, 2023
Thats why Arsenal pay him the big bucks. Þvílík varsla hjá Rúnari
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 17, 2023
Beygði Hörður sig undan skotinu í markinu?
— Hans Steinar (@hanssteinar) June 17, 2023
Rífum niður netmöskvana í Laugardal! Allt of mikil læti þegar Ísland skorar mörk í þessum boltaleikjum þarna á kvöldin!!!! #tryllumst https://t.co/xRDRUMm9K1
— Sævar Sævarsson (@SaevarS) June 17, 2023
Það er ekki íslenska leiðin að beygja sig undan skotunum
— Einar Guðnason (@EinarGudna) June 17, 2023
Free flowin football hjá Oge. Fínt að nýta samt eins og eitt færi.
— Henry Birgir (@henrybirgir) June 17, 2023
Willum litur alveg ofboðslega vel út. Hann skorar í dag!
— Óskar Smári (@oskarsmari7) June 17, 2023
Við erum búnir að fá fleiri færi núna á þessu korteri heldur en við höfum fengið á síðustu tveimur árum.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) June 17, 2023
Djöfull er Willum geggjaður
— Sigurđur Gísli (@SigurdurGisli) June 17, 2023