fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
433Sport

Faðir Guðlaugs Victors lést í vikunni – „Þetta sýnir hug hans til Íslands og liðsins“

433
Laugardaginn 17. júní 2023 18:46

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fósturfaðir, Guðlaugs Victors Pálssonar lést í vikunni og sökum þess leikur íslenska landsliðið með sorgarbönd gegn Slóvakíu í kvöld. Guðlaugur er í byrjunarliði liðsins.

Frá þessu var greint á Viaplay í kvöld, rétt fyrir leik.

„Hann hefur lent í ótrúlegum hlutum þessi drengur en rís upp eins og fuglinn fönix,“ sagði Kári Árnason á Viaplay.

„Þetta sýnir hug hans til Íslands og liðsins.“

Rúrik Gíslason tók þá til máls. „Þettta sýnir hvað þessir drengir eru til í að fórna fyrir landsliðið. Faðir hans lætur lífið fyrir 48 klukkustundum, þetta er gríðarlegt áfall.“

Móðir Guðlaugs Victors lést undir lok árs 2020 en Guðlaugur leikur með DC United í Bandaríkjunum. Guðlaugur er 32 ára gamall.

Meira:
Guðlaugur Victor kveður móður sína með hjartnæmu bréfi: „Ég fyrirgef þér allt og ég vona að þú fyrirgefir mér“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki

Margrét velur hóp sinn fyrir vináttulandsleiki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea og Manchester United taka slaginn

Chelsea og Manchester United taka slaginn
433Sport
Í gær

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð

Pressan orðin gríðarleg eftir sjö töp í röð
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Brighton – Zirkzee fremstur