Fósturfaðir, Guðlaugs Victors Pálssonar lést í vikunni og sökum þess leikur íslenska landsliðið með sorgarbönd gegn Slóvakíu í kvöld. Guðlaugur er í byrjunarliði liðsins.
Frá þessu var greint á Viaplay í kvöld, rétt fyrir leik.
„Hann hefur lent í ótrúlegum hlutum þessi drengur en rís upp eins og fuglinn fönix,“ sagði Kári Árnason á Viaplay.
„Þetta sýnir hug hans til Íslands og liðsins.“
Rúrik Gíslason tók þá til máls. „Þettta sýnir hvað þessir drengir eru til í að fórna fyrir landsliðið. Faðir hans lætur lífið fyrir 48 klukkustundum, þetta er gríðarlegt áfall.“
Móðir Guðlaugs Victors lést undir lok árs 2020 en Guðlaugur leikur með DC United í Bandaríkjunum. Guðlaugur er 32 ára gamall.