Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er meiddur á hásin og verður ekki í byrjunarliði Íslands gegn Slóvakíu í undnakeppni EM 2024.
Hann var í upprunalegu byrjunarliði en verður ekki með. Ljóst er að þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið.
Guðlaugur Victor Pálsson fer upp á miðju í stað Arons og Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í liðið.
Leikurinn hefst klukkan 18:45. Um fyrsta leik Íslands undir stjórn Age Hareide er að ræða.