Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur tilkynnt sitt fyrsta byrjunarlið sem þjálfari Íslands. Nokkrar áhugaverðar breytingar eru á því sem verið hefur.
Willum Þór Willumsson byrjar á vængnum en áhugavert er að Hákon Arnar Haraldsson leikmaður FCK er á bekknum.
Albert Guðmundsson sem ekki hefur spilað landsleik í tæp tvö ár er aftur mættur í byrjunarliðið.
Guðlaugur Victor Pálsson og Sverrir Ingi Ingason eru miðverðir en Alfons Sampsted er hægri bakvörður og Hörður Björgvin er í þeim vinstri.
Byrjunarliðið er hér að neðan en Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru á miðsvæðinu.
Byrjunarliðið:
Rúnar Alex Rúnarsson
Alfons Sampsted
Guðlaugur Victor Pálsson
Sverrir Ingi Ingason
Hörður Björgvin Magnússon
Willum Þór Willumsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Albert Guðmundsson
Alfreð Finnbogason