Chelsea hefur hafnað fyrsta tilboði Arsenal í sóknarmanninn Kai Havertz sem er á óskalista félagsins.
Havertz lék 47 leiki fyrir Chelsea á síðustu leiktíð en hann er til sölu í sumar eftir að Mauricio Pochettino tók við liðinu.
Havertz skoraði níu mörk í þessum 47 leikjum en hann er fjölhæfur framherji og getur leyst margar stöður vallarins.
Samkvæmt Matt Law hjá the Telegraph hefur Chelsea hafnað fyrsta tilboði Arsenal í Þjóðverjann.
Hver upphæðin var er ekki tekið fram en útlit er fyrir að Havertz muni ekki spila með Chelsea næsta vetur.