Enzo Fernandez, leikmaður Chelsea, vill fá að spila framar á vellinum en hann gerði á síðustu leiktíð.
Þetta staðfestir faðir leikmannsins, Raul, í samtali við blaðamenn en Enzo kom til Chelsea frá Benfica í janúar.
Argentínumaðurinn var oft notaður aftarlega á miðju Chelsea til að deila spilinu en hann vill fá að nýta sín framar og er það möguleiki undir Mauricio Pochettino.
Pochettino hefur nú tekið við Chelsea og mun stýra liðinu á næstu leiktíð og gæti Enzo spilað annað hlutverk næsta vetur.
,,Enzo líður vel, hann er ánægður og er enn að aðlagast London. Hann var ánægður með komu Pochettino,“ sagði Raul.
,,Sonur minn vill vinna titla, ég held að við fáum að sjá hann ofar á vellinum á næstu leiktíð. Hann ætlar að tala við stjórann um að fá að spila það hlutverk.“