Sadio Mane, leikmaður Bayern Munchen, hitti stjórnmálamanninn Martin Callanan fyrir helgi.
Mane er nafn sem flestir kannast við en hann gerði garðinn frægan með Liverpool og hélt til Þýskalands í fyrra.
Callanan er sjálfur mikill stuðningsmaður Newcastle og ákvað að spyrja Mane hvort hann gæti spilað með félaginu næsta vetur.
,,Aldrei að segja aldrei,“ svaraði Mane sem hefur gefið stuðningsmönnum Newcastle von um að hann gæti komið til félagsins.
Mane hefur ekki upplifað sjö dagana sæla í Þýskalandi og hefur strax verið orðaður við brottför frá félaginu.
Það er því ekki útilokað að Mane sé á leið aftur til Englands en Newcastle er í dag moldríkt félag og er á leið í Meistaradeildina.