Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, hefur svarað þeim sögusögnum að hann sé á leið til Paris Saint-Germain í sumar.
Útlit er fyrir að Ödegaard sé alls ekki á förum en hann spilar stórt hlutverk með enska stórliðinu.
Arsenal var nálægt því að vinna titilinn á síðustu leiktíð en lenti að lokum í öðru sæti á eftir Manchester City.
,,Ég á enn nokkur ár eftir af mínum samningi. Mér líður vel og vona að ég geti spilað hér í langan tíma,“ sagði Ödegaard.
Afar litlar líkur eru því á að Ödegaard sé að kveðja en hann skoraði 15 mörk fyrir félagið á síðustu leiktíð.