8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna lauk í kvöld með tveimur leikjum.
Víkingur R. tók á móti Selfossi í fyrri leik kvöldsins og gerði sér lítið fyrir og sló Bestu deildarliðið úr leik.
Emelía Óskarsdóttir kom Selfyssingum yfir um miðbik fyrri hálfleiks en Víkingur sneri dæminu við í seinni hálfleik með tveimur mörkum Sigdísar Evu Bárðardóttur.
Stjarnan er einnig komin í undanúrslit eftir útisigur á Keflavík.
Jasmín Erla Ingadóttir skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.
Víkingur 2-1 Selfoss
0-1 Emelía Óskarsdóttir
1-1 Sigdís Eva Bárðardóttir
2-1 Sigdís Eva Bárðardóttir
Keflavík 0-1 Stjarnan
0-1 Jasmín Erla Ingadóttir
Úrslit kvöldsins þýða að undanúrslitin munu samanstanda af Bestu deildarliðum Breiðabliks, FH og Stjörnunnar, auk Lengjudeildarliði Víkings.