Arnar Þór Viðarsson hefur verið ráðinn U21 árs þjálfari Gent í Belgíu. Félagið staðfestir þetta.
Arnar var rekinn úr starfi landsliðsþjálfara í apríl og Age Hareide tók við starfinu.
Arnar stýrði A-landsliði karla í rúm tvö ár en hann var áður þjálfari U21 árs landsliðsins.
Arnar hefur áður þjálfað yngri lið í Belgíu en hann hefur verið búsettur þar í landi síðustu árin.
Gent er einn af stærri klúbbunum í Belgíu og starfið því áhugavert og spennandi fyrir Arnar.
𝗩𝗘𝗟𝗞𝗢𝗠𝗜𝗡𝗡 𝗔𝗥𝗡𝗔𝗥 🤩
De ex-bondscoach van IJsland komt mee onze jeugdwerking versterken.
MEER | https://t.co/SXIbUtlgv1 pic.twitter.com/1Y8ZIGZ4hn
— KAA Gent (@KAAGent) June 16, 2023