Enska götublaðið Mirror segir að David de Gea sé líklega á förum í sumar. Samningur hans er á enda.
Félagið hefur átt samtal við De Gea undanfarna mánuði en félagið vill lækka launin hans.
De Gea hefur samkvæmt Mirror ekki áhuga á því að taka á sig mikla launalækkun.
De Gea þénar 375 þúsund pund á viku en félagið vill lækka það, er hann launahæsti leikmaður félagsins í dag.
De Gea hefur verið hjá United í 13 ár en samningur hans rennur út í lok mánaðar en hann er með tilboð frá Sádi Arabíu.