Manchester City hefur losað sig við Benjamin Mendy en hann hefur ekkert spilað með liðinu í tæp tvö ár. Samningur Mendy er á enda í lok júní en félagið hefur þurft að borga honum laun á meðan málið er í kerfinu.
Mendy var ákærður í átta liðum fyrir nauðganir og kynferðisbrot.
Sex ákærur vegna naugðunar fóru í dómstóla og var Mendy sýknaður af öllum þeira. Dómurinn komst hins vegar ekki að niðurstöðu í tveimur ákærum.
Önnur ákæran er fyrir nauðgun og hin fyrir kynferðislega áreitni, málið verður tekið fyrir að nýju eftir tvær vikur.
Mendy var látinn gista í fangelsi um tíma en er nú laus gegn tryggingu og bíður eftir niðurstöðu í málinu.