Landsliðsþjálfarinn Age Hareide sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir komandi leik karlalandsliðsins gegn Slóvakíu á morgun.
Leikurinn er liður í undankeppni EM 2024 og er afar mikilvægur.
Hareide hefur áður sagt að þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson verði saman á miðjunni.
Norðmaðurinn var á fundinum í dag spurður út í það hver yrði sá þriðji.
„Það verða fleiri en þrír miðjumenn, þeir verða fjórir. Jóhann og Aron verða saman á miðjunni,“ svaraði Hareide þá.
Leikur Íslands og Slóvakíu hefst klukkan 18:45 annað kvöld.
Enn eru miðar til sölu hér.