„Við finnum fyrir meðbyr, við ætlum að nýta okkur það. Þetta er undir okkur komið hvernig við búum til stemmingu á Laugardalsvelli, við ætlum að sækja þrjá punkta á morgun,“ segir Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands fyrir leikinn gegn Slóvakíu á morgun í undankeppni EM.
Aron Einar kláraði tímabilið með Al-Arabi í Katar fyrir rúmum mánuði en hefur gert ýmislegt til að halda sér í formi.
„Ég er búinn að æfa með Þór og FH til að halda mér gangandi. Því eldri sem maður verður því meiri tíma þarf maður í að halda sér í standi. Æfa á fullu og halda sér í nógu góðu formi til að geta djöflast um á morgun,“ segir Aron.
Aron sleppti æfingu liðsins á miðvikudag til að vera ferskur. „Það var meðvitað, við erum í góðu sambandi þjálfarar og sjúkraþjálfarar. Þetta var partur af því.“
Um 2800 miðar eru eftir á leikinn á morgun, eru það vonbrigði fyrir Aron að ekki hafi selst meira af miðum?
„Auðvitað vill maður hafa sem flesta, ég hef sagt það í síðustu viðtölmu að þetta er undir okkur komið. Hvernig við stöndum okkur og búum stil stemmingu og fáum fólk með okkur í lið. Maður vill sjá sem flesta, vonandi fyllist. Íslendingar eru oft seinir að kaupa sér miða,það vonandi fylist og við getum fagnað saman á 17 júní.“