Cristiano Ronaldo átti erfitt með eina breytingu sem varð á æfingum hans eftir að hann flutti til Sádi-Arabíu og gekk í raðir Al-Nassr.
Portúgalinn fór til Sádi-Arabíu eftir að hafa rift samningi sínum við Manchester United.
„Mesti munurinn sem ég fann fyrir var hitinn og að venjast því að æfa seinna á daginn þegar það er farið að kólna,“ segir Ronaldo.
„Ég er samt búinn að venjast þessu núna,“ bætir hann við.
Al-Nassr hafnaði í öðru sæti á fyrstu leiktíð Ronaldo sem er þó sáttur með byrjunina í Sádi-Arabíu.
„Stuðningsmennirnir hafa verið ótrúlegir í að bjóða mig velkmominn,“ segir Ronaldo.