Leicester City hefur náð samkomulagi við Enzo Maresca aðstoðarþjálfara Manchester City til að taka við.
Leicester hefur skoðað framtíðar stjóra síðustu vikurnar og hafa Ole Gunnar Solskjær, Steven Gerrard og fleiri verið orðaðir við liðið.
Maresca hefur samþykkt tilboðið og missir Pep Guardiola þar með aðstoðarmann sinn.
Leicester féll úr ensku úrvalsdeildinni á dögunum en eigendur liðsins vilja reyna að koma liðinu beint aftur upp.
Brendan Rodgers var rekinn frá Leicester á tímabilinu og Dean Smith tók við en féll með liðið.