Alvaro Morata gæto orðið næsti leikmaðurinn til að fara til Sádi-Arabíu.
Þetta segir spænski miðillinn Sport sem heldur því fram að Al-Tawoon vilji kappann og sé til í að borga Morata 50 milljónir evra á ári.
Nokkrar stjörnur hafa haldið til Sádi-Arabíu undanfarið og eru fleiri á leiðinni. Morata gæti nú bæst í þann hóp.
Spænski framherjinn skrifaði núverið undir eins árs framlengingu við Atletico en er með 10 milljóna evra klásúlu í honum.
Það ætti ekki að vera mikill vandi fyrir Al-Tawoon að borga það.
Auk Atletico hefur Morata spilað fyrir stórlið á borð við Chelsea, Juventus og Real Madrid á ferlinum.