Tveir franskir landsliðsmenn eru á lista Manchester United í sumar ef marka má miðla þar í landi. Segir í L´Equipe í dag að United skoði að kaupa Axel Disasi eða Jean-Clair Todibo.
United leitar sér að miðverði í sumar en líklega verður Harry Maguire seldur frá félaginu.
Min-Jae Kim hjá Napoli var efstur á lista en FC Bayern hefur tekið forystu í því kapphlaupi.
Disasi er varnarmaður hjá Monaco en Todibo er hjá Nice sem er í eigu Sir Jim Ratcliffe. Sá reynir nú að kaupa United en það virðist ganga erfiðlega.
Napoli, Juventus og fleiri liða hafa áhuga á Todibo sem kom til félagsins frá Barcelona.