Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Hjálmar var leikmaður á yngri árum. En hvaða stöðu spilaði hann?
„Ég var alltaf framherji. Svo missi ég hárið, fæ hærri kollvik. Svo raka ég mig 95′ á Hróarskeldu. Ég var einn af þeim fyrstu í þessu, Bubbi var ekki búinn að þessu. Ég hef aldrei upplifað aðra eins kvenhylli, það varð allt vitlaust. Þarna var ég aðalkallinn.
Þarna breytist viðhorf manna og þeir halda að ég sé varnarsinnaður miðjumaður. Ég var líka með kleinuhring svo það breyttist allt viðhorf.“
Umræðan í heild er í spilaranum.