Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.
Hjálmar fór í herferð með KSÍ á dögunum sem féll ekki vel í kramið hjá öllum stuðningsmönnum Fylkis, en Hjálmar heldur einmitt mikið með Fylki.
Mörgum Fylkismönnum fannst að sér vegið eftir tap gegn KR í bikarnum þar sem dómaraákvarðanir voru í aðalhlutverki.
„Ég fór í herferð að hjálpa dómurum með KSÍ. Ég fékk síðan póst frá Fylkismanni sem var gjörsamlega trylltur, hvern djöfulinn ég væri að verja dómara sem tók af okkur bikarinn,“ sagði Hjálmar í þættinum.
Umræðan í heild er í spilaranum.