Reuter segir frá því að Sheikh Jassim bin Hamad al-Thani frá Katar sé að setjast við samningaborðið með Glazer fjölskyldunni.
Um er að ræða viðræður til að klára samninginn um kaup Sheik Jassim á félaginu.
Reutuers segir að Sheik Jassim borgi meiran en 6 milljarða punda fyrir félagið verði að kaupunum.
Sir Jim Ratcliffe fær ekki að koma neitt að viðræðum næstu daga á meðan Sheik Jassim og Glazer reyna að klára samkomulagið.
Sheik Jassim hefur hækkað tilboð sitt ítrekað í félagið og virðist nú stefna í að hann verði nýr eigandi félagsins.
Sheik Jassim er einn efnaðasti maður Katar samkvæmt frétt Reuters en talið er að það taki 8-12 vikur svo Sheik Jassim eigi félagið formlega.